Myndbirtingar

Myndir sem settar eru í birtingu á netmiðlum eiga að vera merktar nafni/logoi ljósmyndarans.

Myndir eru afhentar bæði með og án nafni/logoi ljósmyndarans, þær myndir sem eru án logo eru ætlaðar fyrir prent. Myndir sem hafa nafn/logo eru ætlaðar til birtingar á samfélagsmiðlum.

 Ef myndir eru settar sem forsíðumynd á facebook veljið þá að kroppa ekki myndina, svo hún birtist í sem næst því að vera upprunaleg mynd.


Höfundarréttur

Allur höfundaréttur að ljósmyndum er í eigu Guðný Lára photography/ljósmyndarans.

Um höfundarrétt ljósmyndara gilda höfundarréttarlög nr. 73/1972.

Afhending ljósmynda til viðskiptavinar felur lögum samkvæmt ekki í sér framsal á höfundarrétti ljósmyndara né veitir hún heimild til breytinga á ljósmyndum.


Meðhöndlun ljósmyndara á ljósmyndum

Ljósmyndari annast val á þeim ljósmyndum úr myndatöku sem unnar verða og afhentar viðskiptavini.

Viðskiptavinur fær einungis afhentar þær ljósmyndir sem ljósmyndari velur. Viðskiptavinur fær undir engum kringumstæðum afhentar allar þær ljósmyndir sem ljósmyndari tekur í viðkomandi myndatöku.

Mögulegt er að kaupa allt að fimm aukamyndir úr hverri töku og fer kostnaður eftir því hvaða gjaldskrá á við á þeim tíma. (Ath þetta á ekki við um brúðkaupsmyndatökur).

Viðskiptavinur samþykkir að ljsómyndari birti ljósmyndirnar á ljósmyndasíðum sínum og merki/taggar viðskiptavin/fyrirsætur eða foreldra þeirra barna sem mynduð eru. Viðskiptavini er heimilt að óska eftir því að samráð verði haft við hann um val á myndum sem birtar verða og hvort myndirnar verði merktar/taggaðar.

Ljósmyndunin, myndvinnsla og varðveisla ljósmyndanna fer fram að beiðni viðskiptavinar. Viðskiptavinur staðfestir með undirritun sinni á skilmála þessa að hann samþykkir ljósmyndun, myndvinnslu, varðveislu, birtingu, merkingu og aðra vinnslu ljósmyndanna í samræmi við skilmála þessa, sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.